

Jólastarf í verslunum 66° Norður
Vantar þig starf yfir jólin og vilt starfa hjá framsæknu fyrirtæki með sterka arfleifð og skýra framtíðarsýn?
Þá hvetjum við þig til að sækja um starf hjá 66°NORÐUR.
Við leitum að öflugum og jákvæðum einstakling með ríka þjónustulund til starfa í verslunum okkar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri yfir jólin – með möguleika á áframhaldandi starfi eftir hátíðirnar.
Umsóknarfrestur til og með 10.desember 2025
Hæfniskröfur:
- Jákvætt viðmót og þjónustulund
- Framúrskarandi hæfileikar í mannlegum samskiptum
- Brennandi áhugi á útivist og hreyfingu
- Áhugi á sölumennsku
- Mjög góð enskukunnátta
- Kunnátta í Norðurlandamáli, þýsku, kínversku eða öðrum tungumálum er kostur
- Reynsla af sölustörfum kostur
Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 19 ára aldri.
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands.
Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi.
Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna.
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Icelandic
English










