Náttúrufræðistofnun
Náttúrufræðistofnun
Náttúrufræðistofnun

Jarðfræðingur

Náttúrufræðistofnun leitar að jarðfræðingi til að vinna við kortlagningu og rannsóknir á jarðgrunni landsins, með áherslu á skriðuföll og ísaldarjarðfræði. Verkefni á því sviði felast að stórum hluta í kortlagningu ýmissa ummerkja á yfirborði jarðgrunns (lausra jarðlaga). Því þarf viðkomandi að hafa þekkingu og getu til að beita hefðbundnum aðferðum í jarðgrunnskortlagningu og ísaldarjarðfræði bæði á vettvangi og við fjarkönnun og hafa áhuga og reynslu af útivist sem felur í sér krefjandi og stundum langar fjallgöngur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna við verkefnið Kortlagning skriðufallasvæða. Í því felst ítarlega könnun og kortlagningu jarðgrunns á skriðufallasvæðum við byggð á landinu.
  • Vinna við verkefnið  Jarðgrunnur Íslands.  Í því felast rannsóknir og jarðgrunnskortlagning stofnunarinnar og samstarfsaðila hennar á sviði jökla- og ísaldarjarðfræði. 
  • Gagnaöflun, úrvinnsla og túlkun gagna, ásamt frágangi niðurstaðna í skýrslur, greinar, kortasjár og gagnagrunna stofnunarinnar.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða í jarðfræði 
  • Góð þekking á ísaldarjarðfræði og jarðsögu Íslands
  • Þekking eða reynsla í að greina og kortleggja yfirborð lausra jarðlaga og landmótunarferla
  • Þekking og reynsla af notkun landupplýsingakerfa
  • Ríkur vilji til að tileinka sér tæknilegar lausnir í jarðfræðikortlagningu, s.s. í myndgreiningum, þrívíddarvinnslu og notkun flygilda
  • Reynsla og færni í útivist og fjallamennsku
  • Lipurð í mannlegum samskiptum 
  • Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna með stafrænar lausnir
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Advertisement published21. February 2025
Application deadline3. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabær
Borgum, Akureyri
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags