
Náttúrufræðistofnun
Á Náttúrufræðistofnun starfa tæplega 80 manns við rannsóknir, kortlagningu og vöktun á náttúru landsins. Starfsandi á stofnuninni er góður og er leitast við að bjóða fjölskylduvænan vinnustað. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar. Starfsstöðvar Náttúrufræðistofnunar eru fimm, í Garðabæ, á Akranesi, við Mývatn, á Breiðdalsvík og Akureyri.

Jarðfræðingur
Náttúrufræðistofnun leitar að jarðfræðingi til að vinna við kortlagningu og rannsóknir á jarðgrunni landsins, með áherslu á skriðuföll og ísaldarjarðfræði. Verkefni á því sviði felast að stórum hluta í kortlagningu ýmissa ummerkja á yfirborði jarðgrunns (lausra jarðlaga). Því þarf viðkomandi að hafa þekkingu og getu til að beita hefðbundnum aðferðum í jarðgrunnskortlagningu og ísaldarjarðfræði bæði á vettvangi og við fjarkönnun og hafa áhuga og reynslu af útivist sem felur í sér krefjandi og stundum langar fjallgöngur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna við verkefnið Kortlagning skriðufallasvæða. Í því felst ítarlega könnun og kortlagningu jarðgrunns á skriðufallasvæðum við byggð á landinu.
- Vinna við verkefnið Jarðgrunnur Íslands. Í því felast rannsóknir og jarðgrunnskortlagning stofnunarinnar og samstarfsaðila hennar á sviði jökla- og ísaldarjarðfræði.
- Gagnaöflun, úrvinnsla og túlkun gagna, ásamt frágangi niðurstaðna í skýrslur, greinar, kortasjár og gagnagrunna stofnunarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaragráða í jarðfræði
- Góð þekking á ísaldarjarðfræði og jarðsögu Íslands
- Þekking eða reynsla í að greina og kortleggja yfirborð lausra jarðlaga og landmótunarferla
- Þekking og reynsla af notkun landupplýsingakerfa
- Ríkur vilji til að tileinka sér tæknilegar lausnir í jarðfræðikortlagningu, s.s. í myndgreiningum, þrívíddarvinnslu og notkun flygilda
- Reynsla og færni í útivist og fjallamennsku
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna með stafrænar lausnir
- Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Advertisement published21. February 2025
Application deadline3. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabær
Borgum, Akureyri
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)