Waldorfskólinn Sólstafir
Waldorfskólinn Sólstafir
Waldorfskólinn Sólstafir

Íþrótta og lífsleiknikennari við Waldorfskólann Sólstafi

Waldorfskólinn Sólstafir óska að ráða kennara í hlutastarf til íþrótta og lífsleiknikennslu næsta skólaár, 2025-2026.

Waldorfskólinn er lítill grunnskóli í miðborg Reykjavíkur þar sem kennt er eftir uppeldisfræði waldorfstefnunnar. Skólinn leggur áherslu á heildrænt, skapandi og heilsueflandi skólastarf og leitast við að svara þörfum nemenda sem einstaklinga á þroskabraut í samfélagi sem er í stöðugri þróun.

Í skólanum eru um 100 nemendur í 1-10.bekk og skólinn hefur aðgang að stóru útisvæði og fullbúnu íþróttahúsi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

*Íþróttakennsla í 6-10.bekk

*sundkennsla í 1-10.bekk

*lífsleikni kennsla í 6-10.bekk

*Vinna samkvæmt stefnu skólans að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk skólans.

*Taka þátt í að móta gott skólastarf í teymisvinnu ásamt kennurum og starfsfólki.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
  • Fullgild réttindi til sundkennslu
  • Haldgóð þekking á kennslufræði íþrótta
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi

Til að fá nánari upplýsingar um starfið er hægt að hafa samband á póstfang skólans: [email protected] eða hringja í s: 5771110. Umsóknarfrestur er til 6. júní nk.

Advertisement published9. May 2025
Application deadline6. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Optional
Intermediate
Location
Sóltún 6, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.Ambition
Suitable for
Professions
Job Tags