
Ískraft
ÍSKRAFT var stofnað af Herborgu Halldórsdóttur og Hreggviði Þorgeirssyni í nóvember 1975.
Í upphafi einskorðaði fyrirtækið sig við útvegun raflagnaefnis til rafveitna, ekki síst til RARIK sem þá vann að lagningu Byggðalínu. ÍSKRAFT útvegaði í þetta umfangsmikla verkefni, tengivirki, línuvír, einangra, spennubreyta og margt fleira.
Árið 1980 jukust umsvifin á hinum almenna rafiðnaðarmarkaði og hefur síðan verið unnið stöðugt að útvíkkun starfseminnar á því sviði.
Í árslok 1987 sameinuðust ÍSKRAFT og Ásel hf. í Garðabæ og jókst þá vöruúrvalið á sviði töflubúnaðar mjög.
Árið 1999 er Ískraft keypt og sameinast rekstri Húsasmiðjunnar.

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra
Ískraft leitar að öflugum bílstjóra í fullt starf í verslun okkar á Höfðabakka í Reykjavík.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar. Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu ásamt því að viðkomandi falli vel að góðri liðsheild fyrirtækisins. Við vinnum saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Vinnutími er 08:00-16:30 mán-fimmtudaga og 08:00-16:00 föstudaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstur á vörum á höfuðborgarsvæðinu
- Tínsla og frágangur á vörum í vöruhúsi
- Umsjón, þrif og umhirða bifreiða
- Þátttaka í umbótum á ferlum sem stuðla að sífellt betri upplifun viðskiptavina Ískrafts
- Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bílpróf - Meirapróf C.
- Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
- Góð tök á íslensku og ensku.
- Sjálfstæð, ábyrg, skipulögð og skjót vinnubrögð
- Lágmarksaldur er 20 ára
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Advertisement published12. January 2026
Application deadline27. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
HonestyPositivityForklift licenseConscientiousIndependencePunctualTeam workCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Bílstjóri með reynslu úr byggingargeiranum
HH hús

Bílstjóri á skutlu í Skaftafelli - sumarstarf
Icelandia

Bílstjóri í innanbæjarakstur í Reykjavík
Eimskip

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Starfsmaður á lager í verksmiðju Freyju
Freyja

Prófdómari í ökuprófum á höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Bílstjórar - FULLT STARF
Póstdreifing ehf.

Meiraprófsbílstjóri - Vestmannaeyjar
Terra hf.

Selfoss - Bílstjóri í kvöldkeyrslu
Pósturinn

Gámabílstjóri með meirapróf (C & CE) - Ölfus/Árborg
Torcargo

Verkstjóri timbursölu Fagmannaverslunar
Húsasmiðjan

Dreifing á eldsneyti á norðanverðum Vestfjörðum ásamt vélaviðgerðum og þjónustu.
Vélsmiðjan Þrymur HF