

Innkaupafulltrúi ferskvöru
Innnes ehf leitar að jákvæðum, þjónustulunduðum og kraftmiklum starfsmanni í starf innkaupafulltrúa á Ferskvörusviði (ávextir og grænmeti) í afleysingu í eitt ár. Starfið felur í sér m.a. gerð innkaupaáætlana, innkaup á ferskvöru í samstarfi við innkaupastjóra og eftirfylgni sendinga.
Innnes er eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins í matvöru og víni og leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini sína með gildin gleði og fagmennsku að leiðarljósi.
• Greining á innkaupaþörf
• Gerð innkaupaáætlana
• Innkaup á ferskvöru
• Samskipti við innlenda og erlenda birgja
• Samskipti við flutningssaðila
• Úrvinnsla og eftirfylgni sendinga
• Almenn skrifstofustörf
• Þekking á matvörugeiranum
• Nákvæm og öguð vinnubrögð
• Getur unnið undir álagi
• Góð samskiptafærni og þjónustulund
• Frumkvæði og sjálfstraust
• Góð tölvukunnátta
• Gott vald á íslensku og ensku
• Menntun sem nýtist í starfi
Boðið er upp á fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem boðið er upp á mötuneyti með heitum mat og ýmis fríðindi eins og heilsuræktarstyrk, samgöngustyrk, öflugt félagslíf og fleira. Innnes starfrækir vottað jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins og við hvetjum áhugasama að sækja um, óháð kyni, uppruna o.s.frv.

