Storm hótelrekstur ehf.
Storm hótelrekstur ehf.
Storm hótelrekstur ehf.

Húsvörður / Property maintenance - Hótel Storm

Við leitum að laghentum og lausnamiðuðum starfsmanni í starf húsvarðar á Hótel Storm ( keahotels.is/storm-hotel ). Starfið felur í sér almennt viðhald fasteigna og umsjón með stærri verkum og viðgerðum.

Viðkomandi þarf að búa yfir ríkri þjónustulund og metnaði þar sem ásýnd og viðhald fasteignar geta skipt sköpum í upplifun gesta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með viðhalds- og öryggismálum á húsnæði og búnaði
  • Umsjón og eftirfylgni með iðnaðarmönnum í stærri verkum
  • Almennt viðhald á herbergjum og alrýmum
  • Ábyrgð á góðu aðgengi að hóteli og snyrtilegu útisvæði
  • Ábyrgð á sorplosun og þrif á sorpgeymslum
  • Kostnaðareftirlit er varðar viðhald og viðgerðir í samráði við hótelstjóra
  • Innkaup og önnur erindi er varða almennan rekstur á hótelinu
  • Aðstoð við vörumóttöku
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegum störfum og er iðnmenntun kostur
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Að hafa auga fyrir smáatriðum og hreinlæti
  • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna í hópi
  • Kurteisi, snyrtimennska og stundvísi
  • Hæfni til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Hreint sakarvottorð og bílpróf eru skilyrði
Advertisement published4. July 2025
Application deadline28. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Þórunnartún 4, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Building skillsPathCreated with Sketch.Painter
Professions
Job Tags