Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli

Húsvörður í Hörðuvallaskóla

Hörðuvallaskóli óskar eftir húsverði í 100% starf

Í Hörðuvallaskóla eru um 515 nemendur í 1.- 7. árgangi og um 100 starfsmenn. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf og unnið er eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Gildi skólans eru virðing, heiðarleiki og þrautseigja.

Ráðningartími og starfshlutafall

Um er að ræða 100% starf og best væri að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar um skólastarfið í Hörðuvallaskóla, stefnu hans og helstu áherslur er að finna á heimasíðu skólans, www.horduvallaskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur daglegt eftirlit með húsnæði og þrifum skólans, húsgögnum, áhöldum og lóð.
  • Sér um að opna skóla í upphafi dags og gengur frá í lok dags. 
  • Sinnir daglegri verkstjórn skólaliða og skipuleggur störf þeirra við þrif, gæslu, aðstoð í mötuneyti/matsal og önnur dagleg störf.
  • Sinnir minniháttar viðhaldi á eignum og búnaði, tilkynnir um frekari viðhaldsþörf, jafnt innanhúss sem utan og á samskipti við eignasvið Kópavogsbæjar.
  • Sér um að hiti, lýsing og loftræsting sé fullnægjandi og að öll kerfi starfi rétt.
  • Stillir upp fyrir og aðstoðar við stærri fundi eða viðburði í skólanum.
  • Sér um að sorp sé flokkað, fjarlægt og lóðir þrifalegar.
  • Sér um snjómokstur og hálkueyðingu við innganga skólans sem og samskipti við þjónustumiðstöð vegna moksturs/hálkueyðingar á stærri svæðum.
  • Sér um innkaup á hreinlætis- og rekstrarvörum og öðru sem snýr að viðhaldi húss og búnaðar.
  • Sinnir ýmsum útréttingum fyrir skólann.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun er kostur.
  • Mjög góð almenn verk- og tæknikunnátta.
  • Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af stjórnun verkefna og starfsmannahópa æskileg.
  • Þjónustulipurð og góð hæfni í samskiptum við börn og fullorðna.
  • Reglusemi, samviskusemi, snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki.
  • Góð skipulagshæfni og sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Almenn ökuréttindi og þarf að hafa bíl til umráða. Greitt er kílómetragjald vegna sendiferða samkvæmt kjarasamningi.
  • Góð færni í íslensku, töluðu og rituðu máli.
Fríðindi í starfi

Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frían aðgang í sundlaugar bæjarins

Advertisement published16. January 2026
Application deadline30. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Baugakór 38, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.Building skillsPathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Physical fitnessPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Project managementPathCreated with Sketch.Customer servicePathCreated with Sketch.Patience
Professions
Job Tags