Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Húsvörður - félagsheimilið Þinghamar
Starf húsvarðar í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi er laust til umsóknar. Um er að ræða 30-50% starf. Í starfinu felst einnig tilfallandi kvöld og helgarvinna sem stjórnast af aðsókn að húsinu og tímasetningu viðburða sem haldnir eru.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefur umsjón og eftirlit með félagsheimilinu Þinghamri.
- Starfar við og hefur umsjón með húseignum, tækjum og innanstokksmunum.
- Sér um opnun/lokun húsnæðis og annast smávægilegt viðhald.
- Annast bókanir vegna félagsheimilisins og er til staðar þegar það er í notkun.
- Fylgist með að umhirðu lóðar sé ekki ábótavant.
- Situr nefndarfundi húsnefndar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lipurð og færni í samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
Advertisement published18. December 2024
Application deadline6. January 2025
Language skills
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)