
Sólheimar 23, húsfélag
Í húsinu eru 63 íbúðir á 13 hæðum. Margir hafa búið lengi í húsinu enda húsið vinsælt til búsetu. Húsið er byggt 1962.

Húsvörður
Starfið er fjölbreytt og áhugavert. Umsækjandi þarf að hafa færni í viðgerðum og almennu viðhaldi, vera með þjónustulund og eiga auðvelt með að umgangast fólk. Húsvörður er umsjónar- og eftirlitsmaður hússins undir stjórn formanns húsfélagsins. Hann sinnir auk þess allmörgum verklegum þáttum sem koma fram í starfslýsingu.
Starfshlutfall er 65%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með sorpgeymslu og nauðsynleg samskipti við sorphirða.
- Umsjón með kerfum fyrir vatn, rafmagn, hita og ljósleiðara.
- Umsjón með þvottahúsi og vélbúnaði í því.
- Sér um að lýsing og hiti húsnæða séu fullnægjandi og leitast við að ná hagkvæmni í rekstri með réttri orkunotkun í húsinu
- Framkvæmir einfaldar viðgerðir og viðhald, og kallar til sérfræðiaðstoð þegar þess er þörf
- Annast samskipti við verktaka sem starfa við viðhald í húsinu
- Auk annara verkefna sem tilgreind eru í starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Fagmenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Tæknileg þekking er æskileg
- Tölvukunnátta skilyrði
- Færni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
Fríðindi í starfi
Áhugavert og gefandi starf!
Advertisement published28. August 2025
Application deadline14. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Sólheimar 23, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
ReliabilityProfessionalismProactiveClean criminal recordPositivityHuman relationsConscientiousIndependenceCustomer service
Professions
Job Tags