

Hópstjóri Farþegaþjónustu
Við leitum að öflugum leiðtoga í teymi hópstjóra í Farþegaþjónustu. Hópstjórar farþegaþjónustu sinna daglegri stjórnun vakta, eru hluti af stjórnendateymi Farþegaþjónustu og taka þátt í mótun stefnu- og framtíðarsýnar einingarinnar. Við leitum að aðila með jákvætt viðmót sem tekur fagnandi á móti fjölbreyttum verkefnum. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu samkvæmt 5-5-4 vaktakerfi.
Meginhlutverk Farþegaþjónustu er að veita farþegum veita farþegum aðstoð, meðal annars þeim sem þurfa sérstaka aðstoð við að komast leiðar sinnar um Keflavíkurflugvöll auk annara verkefna sem miða af því að upplifun farþega sem fara um flugvöllinn sé eins góð og kostur er.
Helstu verkefni og ábyrgð hópstjóra:
- Daglegt skipulag og mönnun
- Tryggja að dagleg starfsemi deildarinnar fari fram á skilvirkan og öruggan máta
- Ráðningar, móttaka og starfslok starfsfólks í samvinnu með mannauðsdeild
- Skipulagning og eftirlit með þjálfun og frammistöðu starfsfólks
- Ábyrgð á tækjakosti og búnaði deildarinnar
- Samræming og hvatning starfsfólks til að ná sameiginlegum markmiðum
- Stuðla að góðri menningu innan deildarinnar m.a. með því að vera fyrirmynd kjörmenningar Isavia
- Vinna að umbótum m.a. varðandi farþegaupplifun, gæði, skilvirkni og fl.
Hæfniskröfur:
- Góð samskipta- og stjórnunarhæfni
- Reynsla af stjórnunarstörfum kostur
- Gott frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og mikill drifkraftur
- Gott vald á íslensku- og ensku, bæði í rituðu og mæltu máli
- Hæfni til þess að vinna undir álagi og takast á við atvik sem krefjast tafarlausrar úrlausnar
- Góð almenn tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 27.apríl 2025.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Jófríður Leifsdóttir jofridur.leifsdottir@isavia.is

