
ELKO
ELKO, stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi.
ELKO hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði.
Verslanir eru sex og með samtals 5.000 m2 sölusvæði auk stórs vöruhúss.
Hjá ELKO starfa um 240 manns. Verslanir ELKO eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Vefverslun ELKO.is

Hlutastarf í vefverslun ELKO
ELKO leitar að skipulögðum aðila í hlutastarf í einni stærstu vefverslun landsins. Starfið felur í sér tiltekt og afgreiðslu pantana auk eftirkaupaþjónustu og úrlausn erinda viðskiptavina.
Helstu verkefni
- Vörutiltekt
- Afgreiðsla á vefpöntunum
- Úrlausn erinda
- Eftirkaupaþjónusta til viðskiptavina
Hæfniskröfur
- Íslensku- og enskukunnátta skilyrði
- Framúrskarandi færni í samskiptum og rík þjónustulund
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
- Hreint sakavottorð
Vinnutími
Vinnutími er frá 8:00-12:00 á virkum dögum og 9:00-17:00 á helgidögum.
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Afsláttarkjör hjá ELKO, Krónunni og N1
- Aðgangur að velferðarpakka ELKO
- Aðgangur að fræðslupakka ELKO og Akademias
- Öflugt félagslíf með reglulegum viðburðum
- Starfsmannafélag með góðum vildarkjörum
- Niðurgreiddur hádegismatur
ELKO leggur mikið upp úr góðri fræðslu og nýliðamóttöku fyrir sitt starfsfólk og vann ELKO menntaverðlaun atvinnulífsins árið 2024.
ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Elvar Orri ([email protected]), dreifingarstjóri.
Umsóknarfrestur er til og með 5. september.
Hvetjum öll þau sem uppfylla hæfniskröfur að sækja um
Advertisement published21. August 2025
Application deadline5. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Skarfagarðar 2, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Afgreiðsla í kjötverslun
Kjöthöllin ehf.

Akstur og vinna í vöruhúsi
Dropp

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstöðvarinnar
Öryggismiðstöðin

Icelandic Speaking Support Associate
Wolt

Afgreiðslustarf í Miðdal
Reykjavíkurborg

Lagerstjóri
Exton

Akureyri - starfsmaður
Vínbúðin

Þjónusturáðgjafi í ELKO Skeifunni
ELKO

Apótekarinn Akureyri (Hrísalundur)
Apótekarinn

Rental agents / Afgreiðslufulltrúar - Part time / Hlutastarf
Bílaleigan Berg - Sixt

BK kjúklingur leitar að vaktstjóra og auka fólki
BK ehf.

Tæknisölumaður lagnaefnis - Lagnaverslun BYKO
Byko