Hjúkrunarnemar á 1. - 4. ári - Hlutastörf með námi á bráðalyflækningadeild og/ eða sumarstörf
Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi?
Við leitum eftir 1.-4. árs hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Hjúkrunarnemar fá markvissan stuðning samhliða starfi á deildinni.
Bráðalyflækningadeild A2 Fossvogi er 19 rúma lyflækningadeild ætluð sjúklingum með bráð og langvinn lyflæknisfræðileg vandamál sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús og falla undir almennar lyflækningar. Hjúkrunarviðfangsefnin á deildinni eru mjög fjölbreytt og mörg námstækifæri.
Á deildinni starfar öflugur hópur í þverfaglegum teymum og markvisst unnið að umbótum og framþróun. Hópurinn er samhentur og ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.