Heilsuvernd Vífilsstaðir
Heilsuvernd Vífilsstaðir
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Hjúkrunarfræðingur í teymið okkar

Heilsuvernd Vífilsstöðum er skipuð metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Á Vífilsstöðum er veitt þjónusta til aldraðra sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili ásamt lífslokameðferð.

Við leitum nú að hjúkrunarfræðingi til starfa. Um 80-100% starfshlutfall er að ræða, morgunvaktir á virkum dögum og 3ju hvoru helgi eða eftir nánara samkomulagi. Við leitum að einstaklingi sem hefur jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og er tilbúinn til að taka þátt í að byggja upp sterkt teymi á góðum vinnustað.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.

Vinnustaðurinn Vífilsstaðir býður upp á sveigjanleika í starfi og er fjölskylduvænn vinnustaður. Vífilsstaðir er fjölmenningar-vinnustaður sem byggir á jákvæðum starfsanda og víðsýni tengt ólíkum menningarheimum fjölbreytilega samsetts starfshóps. Starfshópurinn er samheldinn og samstíga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn hjúkrunarstörf
  • Skipulag og ábyrgð á að hjúkrun sé veitt í samræmi við sett markmið og gæðastefnu Heilsuverndar
  • Þátttaka í þróunarverkefnum
  • Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Próf og starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
  • Áhugi á öldrunarþjónustu og vinnu með öldruðum
  • Starfsreynsla í öldrunarþjónustu er kostur
  • Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð samskiptahæfni
  • Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Umsækjandi þarf að geta talað og skrifað íslensku
Advertisement published5. November 2025
Application deadline23. November 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Vífilstaðavegur
Type of work
Professions
Job Tags