Hjúkrunarfræðingur á blóð- og krabbameinslækningadeild
Hefur þú áhuga á að starfa við hjúkrun sjúklinga með blóðsjúkdóma eða krabbamein og taka þátt í að móta krabbameinsþjónustu á Landspítala?
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á blóð- og krabbameinslækningadeild. Um er að ræða framtíðarstarf í vaktavinnu en auk þess höfum við áhuga á að ráða hjúkrunarfræðinga á næturvaktir.
Deildin er 30 rúma legudeild og þar fer fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Mikil áhersla er á gæða- og umbótavinna á deildinni.
Sérhæfð starfsþróun á vegum fagráðs krabbameinshjúkrunar er í boði og felst í starfþróun fyrir þá sem ráða sig í krabbameinsþjónustu. Til viðbótar við einstaklingshæfða starfsaðlögun á deild verður í boði öflug fræðsla og sérsniðinn stuðningur við þann nýráðna.
Við bjóðum jafnt velkominn reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem og nýútskrifaðan því við teljum að breidd í þekkingu og reynslu sé mikilvæg. Starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulag.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.