Hjúkrunarfræðingar - Sveigjanleiki í starfi
Við leitum eftir hjúkrunarfræðingum til að starfa á spennandi og fjölbreyttum deildum innan bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítala.
Í boði eru tímabundin störf, vaktir í hlutastarfi og tímavinnu. Starfsaðlögun og stuðningur eftir þörfum hvers og eins í samráði við starfseiningar. Starfshlutfall og upphaf starfa er samkomulag.
Innan bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu er bráðamóttaka og legudeildir lyflækninga, meltingar- og nýrnalækninga, smitsjúkdóma, lungnalækninga, taugalækninga og bráðaöldrunardeild. Á Landakoti og Grensási eru endurhæfingardeildir.
Við bjóðum upp á sveigjanleika í starfi, fjölbreyttar áskoranir, tækifæri til að öðlast nýja færni eða viðhalda færni í starfi ásamt því að vera partur af öflugum og flottum starfsmannahópi.