
Heilbrigðisgagnafræðingur 100% starfshlutfall
Við hjá Domus barnalæknum leitum að heilbrigðisgagnafræðingi. Um er að ræða 100% ótímabundið starf frá miðjum desember en æskilegt er að viðkomandi geti hafið þjálfun um miðjan nóvember.
Domus barnalæknar er nýleg læknastofa sem opnaði í janúar 2022. Þar sinna 35 barnalæknar og 2 háls-, nef- og eyrnalæknar stofurekstri og vaktþjónustu. Fyrirtækið leggur sig fram um að veita sérhæfða læknisþjónustu á hæsta gæðastigi.
Nánari upplýsingar veitir Ágústa Alda Traustadóttir.
Netfang [email protected]
Ritun og umsýsla sjúkragagna.
Móttaka og skönnun sjúkragagna í sjúkraskrárkerfið PMO.
Móttaka og flokkun rafrænna bréfa sem berast.
Svörun tölvupósta.
Samskipti við aðrar heilbrigðistofnanir og skjólstæðinga, eftir því sem við á.
Samskipti og aðstoð við lækna og kennsla á sjúkraskrárkerfi.
Önnur tilfallandi verkefni.
Nám í heilbrigðisgagnafræði er skilyrði.
Starfsleyfi frá Embætti landlæknis er skilyrði.
Geta til að starfa sjálfstætt , góð hæfni í samskiptum og vönduð vinnubrögð.
Geta til að starfa undir álagi.
Góð almenn tölvukunnátta.
Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Góð geta til að tala og skrifa ensku.






