Domus Barnalæknar ehf.
Domus Barnalæknar ehf.

Heilbrigðisgagnafræðingur 100% starfshlutfall

Við hjá Domus barnalæknum leitum að heilbrigðisgagnafræðingi. Um er að ræða 100% ótímabundið starf frá miðjum desember en æskilegt er að viðkomandi geti hafið þjálfun um miðjan nóvember.

Domus barnalæknar er nýleg læknastofa sem opnaði í janúar 2022. Þar sinna 35 barnalæknar og 2 háls-, nef- og eyrnalæknar stofurekstri og vaktþjónustu. Fyrirtækið leggur sig fram um að veita sérhæfða læknisþjónustu á hæsta gæðastigi.

Nánari upplýsingar veitir Ágústa Alda Traustadóttir.

Netfang [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

Ritun og umsýsla sjúkragagna.

Móttaka og skönnun sjúkragagna í sjúkraskrárkerfið PMO.

Móttaka og flokkun rafrænna bréfa sem berast.

Svörun tölvupósta.

Samskipti við aðrar heilbrigðistofnanir og skjólstæðinga, eftir því sem við á.

Samskipti og aðstoð við lækna og kennsla á sjúkraskrárkerfi.

Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

Nám í heilbrigðisgagnafræði er skilyrði.

Starfsleyfi frá Embætti landlæknis er skilyrði.

Geta til að starfa sjálfstætt , góð hæfni í samskiptum og vönduð vinnubrögð.

Geta til að starfa undir álagi.

Góð almenn tölvukunnátta.

Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Góð geta til að tala og skrifa ensku.

Advertisement published4. August 2025
Application deadline1. September 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags