

Hárgreiðslustofa til leigu
Reykjavíkurborg auglýsir til leigu rými undir rekstur hárgreiðslustofu í Samfélagshúsinu á Vitatorgi, Lindargötu 59, 101 Reykjavík. Í húsinu fer fram fjölbreytt starfsemi, þar á meðal félagsstarf og rekstur þjónustuíbúða.
Kröfur til rekstraraðila
Leitast er eftir aðila sem:
- býr yfir reynslu og getu til að veita góða þjónustu og hefur ríka þjónustulund,
- býður upp á hefðbundna þjónustu hárgreiðslustofu,
- hefur skilning á þjónustuþörfum eldri borgara og annarra notenda hússins,
- er með opnar tímabókanir sem bjóða velkomna alla viðskiptavini.
Umsóknir
Óskað er eftir skriflegum umsóknum. Umsækjendur verða metnir á grundvelli fyrri reynslu og gæða þjónustu sem veitt verður. Húsnæðið er laust strax og því er umsóknarfrestur opinn. Umsóknir verða skoðaðar jafnóðum.
Um húsnæðið
Húsnæðið er staðsett í miðju samfélagshússins, er um 20 fm að stærð, sérútbúið fyrir reksturinn og hefur verið nýtt sem hárgreiðslustofa um árabil.
Innifalið í húsnæðinu er fastur búnaður: speglar, hillur, borð, vaskur fyrir hárþvott, þrír stólar (tveir klippistólar og einn við hárþurrku) og tvær hárþurrkur. Búnaðurinn fylgir rýminu og leigist með því.
Rekstur og samstarf
Rekstraraðili sér sjálfstætt um starfsemi og rekstur. Rekstraraðili fær einn aðgang að rýminu og sér sjálfur um ræstingu og að halda því snyrtilegu. Leigusali hefur einnig lykla, en fer einungis inn í samráði við rekstraraðila og samkvæmt ákvæðum í leigusamningi, t.d. vegna viðhalds eða öryggismála. Gerður verður skriflegur samningur milli rekstraraðila og verkefnastjóra samfélagshúss og gert er ráð fyrir góðu samstarfi.
Icelandic




