

Grundarheimilin - Iðjuþjálfi óskast til starfa
Grundarheimilin óska eftir metnaðarfullum og áhugasömum iðjuþjálfa til starfa.
Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf fyrir einstakling sem býr yfir hugmyndaauðgi, frumkvæði og góðum samskiptahæfileikum.
Greitt er eftir kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Hæfnikröfur
BSc próf eða sambærilegt próf í iðjuþjálfun
Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
Stytting vinnuvikunnar.
Aðgangur að heilsustyrk.
Öflugt starfsmannafélag
Á Grundarheimilunum er unnið samkvæmt Eden hugmyndafræðinni. Þar vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum af alúð.
Vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Fanney Björg Karlsdóttir yfiriðjuþjálfi, [email protected] eða í síma 530 6100
Við hlökkum til að heyra frá þér !







