

Geislafræðingur - Áhugavert starf á Brjóstamiðstöð
Býrðu yfir hugmyndaauðgi og ert til í að takast á við krefjandi verkefni?
Við óskum eftir metnaðarfullum geislafræðingi í okkar góða teymi á Brjóstamiðstöð. Í boði er góð einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reynds starfsfólks og gott starfsumhverfi. Mjög góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga okkar.
Brjóstamiðstöð Landspítala sinnir læknisfræðilegri myndgreiningu og geislavörnum.
Unnið er í dagvinnu virka daga. Starfshlutfall sem og upphaf starfa er samkvæmt samkomulagi en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Framkvæmd brjóstarannsókna
- Sérhæfð verkefni eftir atvikum sem heyra undir starfsemi deildar
- Virk þátttaka í gæðastarfi
- Skráning í upplýsingakerfi deildarinnar
- Stuðla að góðri myndgreiningarþjónustu
- Þátttaka í teymisvinnu á Brjóstamiðstöð
- Íslenskt starfsleyfi geislafræðings
- Mjög góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
- Hæfni og geta til starfa í teymi
- Virk þátttaka og áhugi á að byggja upp og stuðla að góðum starfsanda
- Stundvísi, áreiðanleiki og jákvæðni
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
- Frumkvæði og skipulagsfærni
- Íslensku- og enskukunnátta






































