RÚV
RÚV er krefjandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem þekking starfsfólks er grunnurinn að árangri okkar. Lögð er áhersla á að byggja upp hæfni og mannauð og aukin tæknifærni er lykilatriði fyrir fjölbreyttari miðlun.
RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.
RÚV sækist eftir fjölhæfu starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið til að vinna með okkur eftir metnaðarfullri stefnu.
Fréttamaður
Fréttastofan leitar að öflugum fréttamanni í fullt starf á vöktum í starfsstöð RÚV í Reykjavík. Í starfinu felst að afla frétta og miðla þeim í sjónvarpi, á vef og í útvarpi. Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur góða framsögn, er vel ritfær, með fréttanef og reynslu af fréttaskrifum.
Fréttastofa RÚV flytur fréttir í útvarpi, sjónvarpi, á vefnum og á samfélagsmiðlum allan sólarhringinn alla daga ársins og færir landsmönnum nýjustu tíðindi og fréttaskýringar af innlendum og erlendum vettvangi.
Hér er kraftmikið, skapandi og metnaðarfullt umhverfi þar sem fjölbreyttur hópur fréttafólks með mikla reynslu og þekkingu starfar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öflun og vinnsla frétta af innlendum og erlendum vettvangi.
- Miðlun frétta í miðlum RÚV.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af fréttaskrifum.
- Reynsla af fjölbreyttri miðlun og vinnslu frétta er æskileg.
- Gott vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking.
- Góð framsögn.
- Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna hratt og vel.
- Góð færni til að tileinka sér nýja tækni og tölvuforrit.
- Góð samskipta- og samstarfshæfni.
Advertisement published29. November 2024
Application deadline15. December 2024
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)