
Ás dvalar og hjúkrunarheimili
Á Ási búa um 130 manns í hjúkrunar- og dvalarrýmum og njóta mjög víðtækrar þjónustu í heimilislegu umhverfi. Ás starfar eftir Eden hugmyndarfræðinni.
Ás dvalar- og hjúkrunarheimili er hluti af Grundarheimilunum en þar starfar stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum af alúð.
Markmið Grundarheimilanna er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

Fótaaðgerðafræðingur óskast
Ás hjúkrunarheimili óskar eftir sjálfstætt starfandi fótaaðgerðafræðingi á snyrtistofu heimilisins, greidd er hagstæð leiga til heimilisins fyrir aðstöðuna
Um er að ræða almennt starf á snyrtistofu með sveigjanlegum vinnutíma í lifandi og skemmtilegu umhverfi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Fótaaðgerðafræðingur er skilyrði
-
Snyrtifræðingur æskilegt
-
Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
-
Starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri
-
Stundvísi og metnaður í starfi
-
Góð íslenskukunnátta
Ás er rúmlega 100 manna hjúkrunarheimili, staðsett í Hveragerði.
Á Grundarheimilunum vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum og sjúkum af alúð. Vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.
Nánari upplýsingar veitir:
Agnar Birgir Gunnarsson, skrifstofustjóri.
Advertisement published14. March 2025
Application deadline28. March 2025
Language skills

Required
Location
Hverahlíð 20-22, 810 Hveragerði
Type of work
Professions
Job Tags