

Fjármálastjóri sviðs
Landspítali leitar að öflugum einstaklingi með mikla reynslu af fjármálum í starf fjármálastjóra sviðs. Á Landspítala er starfsemi skipt upp í sex klínísk svið og fimm stoðsvið. Á hverju sviði er umfangsmikil og fjölbreytt starfsemi, fjárhagslegt umfang er frá 3 til 25 milljarða króna á ári.
Fjármálastjóri sinnir virkri þátttöku, ráðgjöf og stuðningi við framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur sviðsins í öllum verkþáttum fjármála, t.d. í gerð og eftirliti með fjárhagsáætlun, með rekstrargreiningum, mánaðarlegum rekstraruppgjörum, útkomuspám og miðlun upplýsinga til stjórnenda. Fjármálastjóri tekur einnig þátt í miðlægum verkefnum innan rekstrar- og mannauðssviðs.
Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á fjármálum og rekstri spítalans. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfileika. Fjármálastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra rekstrar- og mannauðssviðs og vinnur náið með öðrum fjármálastjórum og stjórnendum Landspítala.
Í boði er frábær vinnuaðstaða og fyrsta flokks mötuneyti. Starfshlutfall er 100% og upphafsdagur starfs er samkomulag.






































