
Garðheimar
Garðheimar er fjölskyldurekið fyrirtæki með áherslu á allt sem tengist grænum lífsstíl, plöntum, blómum, skreytingum, gjafavöru, gæludýravörum og gæða garðyrkjutækjum og tólum.
Stefna fyrirtækisins er að reka náttúruvænt fyrirtæki þar sem fólk getur eytt tímanum og notið þess andrúmslofts sem skapast innan um fjölskrúðugan gróður, sem og að veita góða þjónustu byggða á þekkingu og reynslu.
Garðheimar eiga rætur til 30. september 1991 þegar hjónin Gísli H. Sigurðsson og Jónína S. Lárusdóttir stofnuðu fyrirtækið Gróðurvörur sem var til húsa á Smiðjuvegi 5.

Fjármálastjóri
Garðheimar leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum fjármálastjóra til starfa. Fjármálastjóri ber ábyrgð á daglegri stjórn fjármála og uppgjörs félagsins og leiðir teymi sem sinnir bókhaldi og innheimtu. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall.
Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerð fjárhagsáætlana, uppgjöra og skýrslugerða
- Yfirumsjón með bókhaldi félagsins
- Eftirlit með rekstrarkostnaði og arðsemi
- Innlendar og erlendar greiðslur
- Bankaafstemningar og aðrar lykilafstemningar
- Mánaðarleg uppgjör og undirbúningur ársreiknings
- Greining og ráðgjöf fyrir stjórnendur og stjórn
- Samskipti við endurskoðanda og fjármálastofnarnir
- Umsjón með umbótaverkefnum á sviði fjármála
- Ábyrgð og eftirlit launvinnslu
- Umsjón með fjármögnun og sjóðstreymi
- Umsjón með fjármálum Gardeniu leigufélags
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði viðskipta, fjármála og/eða endurskoðunar
- Víðtæk reynsla af fjármálum, rekstri, reikningshaldi og áætlanagerð
- Hæfni og reynsla í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
- Rík samskiptafærni, skipulagshæfileikar og gagnrýnin hugsun
- Reynsla af bókhaldskerfi Ópus Allt og Business Central er kostur
Advertisement published3. July 2025
Application deadline10. August 2025
Language skills

Required
Location
Álfabakki 6, 109 Reykjavík
Type of work
Skills
ReconciliationFinancial statementsPlanningMicrosoft Dynamics 365 Business CentralOpus AltBillingCash flowWrite up
Professions
Job Tags
Similar jobs (1)