

Ert þú upprennandi endurskoðandi?
Viltu öðlast dýrmæta reynslu hjá alþjóðlegu þekkingarfyrirtæki og og efla hæfni þína í endurskoðun og reikningsskilum?
Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstakling með áhuga á endurskoðun og reikningsskilum til að ganga til liðs við skrifstofu okkar á Akureyri. Við bjóðum upp á tækifæri til að vaxa í starfi, sveigjanlegt starfsumhverfi og að öðlast starfsreynslu hjá alþjóðlegu þekkingarfyrirtæki. Þetta starf er tilvalið fyrir aðila sem hefur áhuga á viðskiptafræði og stefnir jafnvel að, er skráð/ur í eða hefur lokið mastersgráðu í endurskoðun og reikningsskilum.
Viðkomandi mun starfa í fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga í endurskoðun og reikningsskilum og mynda náin tengsl við löggilta endurskoðendur, sérfræðinga í bókhaldi og aðra nema í endurskoðun.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þig til að vaxa og þróast sem fagmanneskja í spennandi umhverfi.
● Þátttaka í undirbúningi og framkvæmd endurskoðunar og reikningsskila fjölbreyttra fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og annarra lögaðila
● Þátttaka í uppgjörum og uppsetningu ársreikninga
● Aðkoma að bókhaldsverkefnum
● Önnur tengd og tilfallandi störf
● Bachelor gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða annarri tengdri námsgrein
● Ástundun meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun, eða að hafa lokið slíku námi, er kostur
● Starfsreynsla í skrifstofuumhverfi og bókhaldi er kostur
● Metnaður til að ná árangri í starfi
● Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
● Hæfni til að vinna í hóp
● Sjálfstæði, frumkvæði og sterk samskiptahæfni













