

Ert þú iðjuþjálfi í leit að spennandi áskorun?
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í starf teymissstjóra í þróunarverkefnisins Gott að eldast um samþætta félags- og heimaþjónustu á Vesturlandi.
Um er að ræða nýtt starf í 100% starfshlutfalli í dagvinnu, með starfsstöð á Vesturlandi.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) eru bakhjarl sveitarfélaganna í landshlutanum í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að blómlegri byggðaþróun, öflugu atvinnulífi, lifandi menningarlífi, uppbyggingu áfangastaða og markaðssetningu. Starfssvæði samtakanna nær yfir Akranes og Hvalfjarðarsveit, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dalabyggð.
Gott að eldast verkefnið.
Þjóðin er að eldast og eldra fólk er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Í því felst ekki einungis áskorun heldur einnig tækifæri. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta.
Sú vegferð er nú hafin undir heitinu Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti með það að markmiði að flétta saman þjónustuna. Meginþungi aðgerða liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk, flétta saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélöginAllar aðgerðir miða að því að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem stuðlar að því að sem flest þeirra séu þátttakendur í samfélaginu – sem allra lengst.
Sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög taka nú þátt í þróunarverkefnum sem ganga út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Eitt af þeim þróunarverkefnum er samstarfsverkefni SSV fyrir hönd allra sveitarfélaga á Vesturlandi og HVE.
Helstu verkefni og ábyrgð
Leiða og hafa yfirumsjón með þverfaglegu heimaendurhæfingarteymum sem eru þegar starfandi eða í undirbúningi á Vesturlandi í samstarfi HVE og sveitarfélaga í verkefninu Gott að eldast. Vinna gæða – og verkferla fyrir móma-teymi og taka þátt í að þróa nýjar áherslur og lausnir í heimaþjónustu á Vesturlandi.
Viðkomandi verður teymisstjóri móttöku- og matsteyma á Vesturlandi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Íslands
Líf Lárusdóttir, verkefnastjóri SSV, veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 868-5172.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, kynningarbréf og staðfest afrit af íslensku starfsleyfi sem iðjuþjálfi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðingu hefur verið tekin.
Sótt er um starfið í gegnum Alfred.is
Leiða og hafa yfirumsjón með þverfaglegu heimaendurhæfingarteymum sem eru þegar starfandi eða í undirbúningi á Vesturlandi í samstarfi HVE og sveitarfélaga í verkefninu Gott að eldast. Vinna gæða – og verkferla fyrir móma-teymi og taka þátt í að þróa nýjar áherslur og lausnir í heimaþjónustu á Vesturlandi.
Viðkomandi verður teymisstjóri móttöku- og matsteyma á Vesturlandi.
- Iðjuþjálfamenntun
- Reynsla af iðjuþjálfun, endurhæfingu og teymisvinnu er æskileg
- Lögð er áhersla á metnað í starfi, sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð, lipurð, jákvæðni og sveigjanleika
- Góð samskipta- og leiðtogafærni
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og setja fram skilvirka texta á íslensku og ensku
- Almenn ökuréttindi eru áskilin.
- Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt
- Góð alhliða tölvukunnátta og þekking á notkun samfélags- og vefmiðla






