Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Deildarstjóri móttökuritara og heilbrigðisgagnafræðinga

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í stöðu deildarstjóra móttökuritara og heilbrigðisgagnafræðinga. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi með frumkvæði, faglegan metnað og jákvætt hugarfar til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir íbúum Suðurnesja fyrsta- og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Mikil uppbygging er á HSS, endurskoðun á þjónustuferlum og stefnu stofnunarinnar byggðri á Heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Deildarstjóri ber faglega ábyrgð á deild móttökuritara og heilbrigðisgagnafræðinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann ber faglega-, fjárhagslega- og mannauðsábyrgð á deildinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfar í samræmi við ábyrgðarsvið stjórnenda á HSS 
  • Ber faglega ábyrgð á þjónustu, skipulagi og þróun deildar
  • Ber ábyrgð á mannauðsmálum deildar 
  • Stuðlar að öflugri samvinnu innan og utan deildarinnar
  • Ber ábyrgð á að rekstrarkostnaði deildarinnar sé innan heimilda 
  • Sinnir fræðslu til nemenda og samstarfsfólks
  • Skipuleggur og tekur þátt í þverfaglegu samstarfi innan og utan stofnunar 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af stjórnun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af skipulagningu vaktavinnu og tímaskráningarkerfi er kostur
  • Reynsla og þekking af gæðastarfi er kostur 
  • Þekking á mannauðsmálum er kostur 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum
  • Góð íslensku-  og enskukunnátta í mæltu og rituðu máli
Advertisement published6. January 2026
Application deadline19. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Type of work
Professions
Job Tags