Do you want to translate non-english job information to English?
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Deildarstjóri þjónustueiningar á nýtt heimili fyrir börn

Sveitarfélagið Árborg leitar eftir öflugum, sjálfstæðum og jákvæðum starfsmanni til að gegna stöðu deildarstjóra í nýrri þjónustueiningu á heimili fyrir börn. Helstu markmið með starfinu er að leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði þjónustunotenda og stuðla að valdeflingu þeirra. Áhersla er á að veita þjónustunotendum persónulegan stuðning í daglegu lífi sem sniðin er að þörfum, aldri, óskum og væntingum hvers og eins. Starf deildarstjóra er skipulagt samkvæmt lögum nr. 38/2018 um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir auk tengdra reglugerða. Hlutverk deildarstjóra er m.a. að bera faglega ábyrgð á daglegri þjónustu ásamt því að ganga vaktir.

Um er að ræða 100% stöðu en gert er ráð fyrir að deildarstjóri taki vaktir sem hluta af stöðugildi hans.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og umsjón verkefna
  • Samstarf við forstöðumann um faglega ábyrgð
  • Ráðgjöf til starfsmanna ásamt forstöðumanni
  • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi
  • Samstarf og samráð við aðstandendur
  • Er staðgengill forstöðumanns í fjarveru hans
  • Tileinkar sér og vinnur eftir hugmyndafræði málefna fatlaðs fólks og þjónandi leiðsagnar
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfamenntun eða sambærileg háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- og/eða félagsvísinda
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði og samviskusemi
  • Þekking og reynsla af þjónustu við fatlað fólk mikilvæg
  • Þekking og reynsla á fötlunum barna og áhrifum þeirra á daglegt líf mikilvæg
  • Hreint sakavottorð
Advertisement published27. June 2025
Application deadline25. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Birkihólar 20, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Customer servicePathCreated with Sketch.Developmental counselor
Professions
Job Tags
Would you like some cookies?
We use cookies to analyse web traffic and improve your browsing experience.