Stekkjaskóli
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli

Deildarstjóri eldri deildar

Stekkjaskóli á Selfossi óskar eftir deildarstjóra eldri deildar í 100% starfshlutfall. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2025. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér stjórnunarlega ábyrgð, þátttöku í stjórnunarteymi og að vera faglegur leiðtogi. Deildarstjóri eldri deildar mun sinna deildarstjórn í 6.-8. árgangi næsta skólaár en þegar fram í sækir í 6. - 10. árgangi.

Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fyrsti áfangi nýbyggingar skólans var tekinn í notkun í mars 2023 og 2. áfangi var tekinn í notkun í janúar 2025. Næsta haust er gert ráð fyrir um 380 nemendum í 1.-8. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.

Haustið 2025 hefst kennsla í 8. bekk skólans. Deildarstjóri eldri deildar mun leiða vinnu við að byggja upp unglingastigið í samstarfi við kennara og aðra stjórnendur. Mikilvægt er að hafa brennandi áhuga á skólaþróun, í nýjum skóla sem er í uppbyggingu.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Tekur þátt í skipulagi innra starfs skólans með öðrum stjórnendum

·         Framfylgir skólanámskrá, samræmingu námsefnis og námsmats í samráði við kennara

·         Annast daglega stjórnun sinnar deildar og er faglegur ráðgjafi

·         Undirbýr deildarfundi sinnar deildar, stjórnar þeim og heldur fundargerðir

·         Ber ábyrgð á nemendateymum á sínu stigi

·         Ber ábyrgð á að tryggja öryggi og velferð nemenda

·         Er tengiliður í samþættri þjónustu í þágu farsældar barna

·         Önnur verkefni sem yfirmaður felur

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Grunnskólakennararéttindi áskilin

·         Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræði mikilvæg

·         Kennsla á unglingastigi og/eða reynsla í stjórnun áskilin

·         Forystu- og stjórnunarhæfileikar

·         Mikil hæfni í mannlegum samskiptum

·         Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

·         Áhugi á skólaþróun

·         Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

Advertisement published2. May 2025
Application deadline14. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Heiðarstekkur 10
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags