
Cruise Iceland
Cruise Iceland er samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana sem koma að móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskip á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla Ísland sem sjálfbæran og aðlaðandi áfangastað með öflugu hagsmunastarfi, alþjóðlegu samstarfi og markvissri kynningu.

Cruise Iceland leitar að framkvæmdastjóra
Cruise Iceland óskar eftir öflugum og framsýnum framkvæmdastjóra til að leiða starf samtakanna og efla Ísland sem sjálfbæran og eftirsóknarverðan áfangastað fyrir skemmtiferðaskip.
Við leitum að einstaklingi með ríka þjónustulund, stefnumiðaða hugsun og hæfni til að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Ef þú hefur brennandi áhuga á ferðaþjónustu og vilt hafa áhrif á framtíð hennar á Íslandi, þá viljum við heyra frá þér!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða stefnumótun og daglega starfsemi Cruise Iceland.
- Vinna náið með innlendum og erlendum samstarfsaðilum, þar á meðal AECO, CLIA, SAF og ferðaþjónustunni hérlendis.
- Kynna Ísland sem áfangastað á alþjóðlegum vettvangi.
- Vinna náið með ráðuneytum og stjórnvöldum að framtíðarsýn fyrir skemmtiferðaskip við Ísland.
- Tryggja samfélagslega og umhverfislega ábyrg starfsemi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í markaðsfræði, viðskiptafræði, ferðaþjónustu, stjórnsýslu eða tengdum greinum.
- Leiðtogareynslu og hæfni til að vinna að hagsmunagæslu.
- Þekkingu á íslenskri stjórnsýslu er kostur.
- Þekkingu á Cruise Iceland er kostur.
- Hafa víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu, ferðaþjónustu og hafnsækinni starfsemi
- Góð samskipta- og skipulagshæfni.
- Áhuga á sjálfbærni og þróun ferðaþjónustu.
- Mjög góða kunnáttu í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti. Norðurlandamál er kostur.
Fríðindi í starfi
- Áhrifavald í vaxandi og spennandi geira innan ferðaþjónustu.
- Alþjóðlegt samstarf og tækifæri til að byggja upp framtíðarsýn.
- Sveigjanlegt og fjölbreytt starf með öflugum hagsmunaaðilum.
Advertisement published5. May 2025
Application deadline16. May 2025
Language skills

Required

Required
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (1)