
Veltir
Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagna, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla. Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara.
Verkstæði Veltis á Hádegismóum eru þau fullkomnustu í greininni, vel tækjum búin með framúrskarandi aðstöðu fyrir starfsfólk, með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki þar sem öll þjónusta og varahlutir eru í boði.
Vörubíla og rútuverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vörubíla, Renault vörubíla og Volvo rútur ásamt þjónustu við ábyggingar og aðra fylgihluti.
Vélaverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vinnuvélar, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara og Hiab hleðslukrana og annan fylgibúnað.
Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyftur fá olíu- og smurþjónustu, dekk og dekkjaþjónustu ásamt Nokian dekkjasölu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ. Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð.
Varahlutaþjónusta Veltis er framúrskarandi þar sem lögð er áhersla á að eiga mikið úrval varahluta á lager til að tryggja uppitíma bíla og tækja og að auki er boðið upp á sérpantanaþjónustu í sérflokki.

Bifvélavirki fyrir Velti
Brimborg óskar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum bifvélavirkja til starfa á rútu- og vörubílaverkstæði / Xpress verkstæði fyrirtækisins við Hádegismóum í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér bilanagreiningu og viðgerðir á rútu- og vörubílum.
Við bjóðum uppá
- Nýjustu bíltækni og framúrskarandi aðstöðu
- Starfið er lifandi og spennandi þar sem unnið er við nýjustu bíltækni með háþróuðum tækjabúnaði sem eykur skilvirkni og léttir störfin.
- Frábæra starfsmannaaðstöðu
- Glæsilega búningaaðstöðu og öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað
- Sveigjanleiki í vinnu
Metnaðarfulla stjórnun
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditfino
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup- Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á tækni og nýjungum, sem langar að starfa með sterku liði sérfræðinga þar sem miklir möguleikar eru á símenntun og starfsþróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bilanagreiningu og viðgerðir á rútu- og vörubílumbílum
- Þátttaka í þjálfun og símenntun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi í bifvélavirkjun eða sambærileg reynsla af bílaviðgerðum
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
- Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
- Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
Advertisement published6. May 2025
Application deadline31. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bíldshöfði 8, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
MechanicAuto repairsProactiveHuman relationsDriver's licencePunctualIndustrial mechanicsCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Múrari / Starfsmaður óskast
MN múrverk ehf.

Bifvélavirki Kia og Honda verkstæði
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirki fólksbílaverkstæði Mercedes-Benz og smart
Bílaumboðið Askja

Starfsmaður á brotajárnstætara
Hringrás Endurvinnsla

Leitum að Bílamálara
Bretti Réttingaverkstæði ehf

Vélstjóri á flutningaskip
Eimskip

Bifvélavirki, skoðunarmaður
Aðalskoðun hf.

Bifvélavirki fyrir Volvo og Polestar á Íslandi
Volvo og Polestar á Íslandi | Brimborg

Bifvélavirki fyrir Ford
Ford á Íslandi | Brimborg

Mechanics (super jeeps and small busses)
Arctic Adventures

Framtíðarstarf á lager (verkstæði) og við útkeyrslu.
NormX

Steypubílstjóri í Helguvík - Sumarstarf
Steypustöðin