

Aksturstjóri / Flotastýring
Vegna aukinna verkefnastöðu og góðra samninga viljum við hjá ME Travel ehf. bæta við í flotastjórn fyrirtækisins í fullt starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf ekki síðar enn 01.06.2025.Um framtíðarstarf er að ræða þar sem vinnutími er 07:30-17:00 alla virka daga ásamt bakvöktum með neyðarsíma um kvöld og helgar eina viku í mánuði að jafnaði.Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er í senn jákvæður, þjónustulundaður og á gott með að starfa bæði í hópi og sjálfstætt.Umsækjendur þurfa að tala góða íslensku og ensku. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.Frekari upplýsingar eru veittar á [email protected]
• Dagleg stjórnun á bílstjórum• Raða bílum og bílstjórum á verkefni• Ráðningar á bílstjórum• Þjálfun bílstjóra• Samskipti við bílstjóra• Samskipti við viðskiptavini• Eftirfylgni á verkferlum
• Góð tölvukunnátta• Skipulagshæfileikar• Frumkvæði• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð• Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg• Íslenskukunnátta / Enskukunnátta











