Listaháskóli Íslands
Listaháskóli Íslands

Akademískur verkefnastjóri við LHÍ

Listaháskóli Íslands leitar að skipulögðum, metnaðarfullum og kraftmiklum aðila í starf akademísks verkefnastjóra. Um fullt starf er að ræða.

Akademískur verkefnastjóri sinnir þjónustu við kennslustarfsemi deilda og er hluti af teymi þvert á LHÍ sem er leitt af aðstoðarrektor náms og kennslu. Verkefnastjórinn er í nánu samstarfi við ákveðnar deildir sem tengiliður milli deildanna og stjórnsýslu kennslumála og stýrir auk þess verkefnum er varða umsýslu náms, vinnulag og stuðning við kennara.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirfylgni og stuðningur við akademískt starfsfólk varðandi umsýslu námsins s.s.: 
    • skráningar
    • kennslukerfi
    • námskeiðslýsingar
    • skipulag námsferða 
    • skipulag umsýslu lokaverkefna
    • inntöku nemenda 
  • Umsýsla og skipulag starfs við gerð kennsluskrár og seta í kennsluskrárnefnd 
  • Yfirlestur og samræming texta á íslensku og ensku
  • Móttaka stundakennara og gesta
  • Tímaskráningar og samningagerð við stunda- og gestakennara
  • Upplýsingamiðlun til starfsfólks og efling samskipta deilda og stoðsviða
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
  • Góð tölvukunnátta
  • Sveigjanleiki, jákvæðni og mikil lipurð í samskiptum
  • Kennslufræðileg þekking eða reynsla af kennslu er kostur
  • Þekking og reynsla af starfsemi háskóla er kostur
Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um starfið veitir Katrín Johnson, mannauðsstjóri, í tölvupósti: katrinj@lhi.is.

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Advertisement published22. November 2024
Application deadline9. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík
Skipholt 31, 105 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags