Fífusalir
Fífusalir
Fífusalir

Aðstoðarleikskólastjóri í Heilsuleikskólann Fífusali

Leikskólinn Fífusalir óskar eftir aðstoðarleikskólastjóra

Heilsuleikskólinn Fífusalir starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Mikið er lagt upp úr hreyfingu og listsköpun innan leikskólans. Unnið er eftir lýðræðislegum kennsluaðferðum og uppgötvunarnámi. Í leikskólanum stunda 106 börn nám og lagt er upp með að allir fái verkefni við hæfi.

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum aðstoðarskólastjóra til að ganga til liðs við okkar góða hóp. Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra, er leiðandi aðili í skipulagi faglegs starfs innan leikskólans og tekur virkan þátt í daglegri stjórnun ásamt virku samstarfi við foreldra.

Einkunnarorð Fífusala eru virðing - uppgötvun - samvinna

Nánari upplýsingar um Fífusali er hægt að finna á http://fifusalir.kopavogur.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri skólans
  • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans
  • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu skólastarfsins
  • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram
  • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra
  • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Framhaldsnám í stjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af starfi og stjórnun leikskóla
  • Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð nálgun
  • Frumkvæði, forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslenskri tungu
  • Góð tölvukunnátta
Fríðindi í starfi

Frítt fæði

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika - stytting að hluta til notuð í páskafrí,  tvö vetrarfrí og jólafrí 

Advertisement published7. May 2025
Application deadline15. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Salavegur 4, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags