Þórey Sigþórsdóttir
Þórey Sigþórsdóttir
Þórey Sigþórsdóttir

Ræktaðu Röddina - styrk rödd og sterkur fókus 2026

Viltu ná árangri í lífi og starfi 2026

Þetta þétta helgarnámskeið í upphafi árs skerpir og styður ásetning þinn inn í nýtt ár.

Styrk rödd og það að leyfa sér að hafa rödd í lífi og starfi, styður skýrt við það að þér takist að mæta til leiks í fullum styrk. Eykur þannig líkur á að þú náir að fylgja eftir draumaverkefnum þínum og ná árangri.

Öndun, hugleiðsla, orkuvinna - og raddæfingar styðja vel við umbreytingar sem við viljum sjá gerast, það skref að stíga út úr boxunum sem við finnum okkur föst í.

Er röddin atvinnutækið sem þú treystir á? Finnurðu fyrir ótta og stressi þegar þú þarft að tala fyrir framan fólk? Viltu byggja upp örugga tjáningu? 

💥Raddþjálfun er ein besta leiðin til að vinna á móti ótta við það að tala fyrir framan fólk þar sem hún fer inn á bæði huglæga og líkamlega þætti varðandi röddina.

💥Góð raddbeiting skapar góða nærveru. Góð nærvera styrkir samskipti og fær fólk til að hlusta og vinna með þér.

💥Skýr raddbeiting og hlustun hjálpar samskiptum og minnkar líkurnar á óþarfa misskilningi og pirringi í lífi og starfi.

💥Raddþjálfun byggir á djúpöndun og réttu spennujafnvægi svo hér færðu sterk tól sem nýtast vel í streitustjórnun og aðferðir til að vinna með slökun í dagsins önn.

💥💥💥Ath. Flest stéttarfélög styrkja þátttöku á þessu námskeiði.

Starts
9. Jan 2026
Type
On site
Timespan
3 times
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories