Lella markþjálfi
Lella markþjálfi
Lella markþjálfi

Markþjálfun í mannauðsmálum

Að starfa í mannauðsmálum krefst meira en þekkingar á ferlum og reglum. Mannauðsfólk gegnir lykilhlutverki í að styðja fólk, leiða breytingar og skapa heilbrigt og árangursríkt vinnuumhverfi. Það krefst sterkrar samskiptafærni, fagmennsku, skýrleika í ákvarðanatöku og innri öryggis - sérstaklega þegar álag, breytingar og flókin mál banka upp á.

Markþjálfun í mannauðsmálum er fyrsta námskeið sinnar tegundar á Íslandi og er ætlað mannauðsfólki sem vill taka næsta skref í faglegri og persónulegri þróun.

Á námskeiðinu lærir þú að nýta markþjálfun sem öflugt verkfæri í starfi til að:

  • styðja fólk á markvissari og mannlegri hátt

  • efla samskipti og tengslamyndun

  • taka skýrari ákvarðanir í krefjandi aðstæðum

  • styrkja eigið öryggi og áhrif í hlutverki mannauðs

Námskeiðið sameinar fræðslu og raunhæf verkfæri með persónulegri markþjálfun, þar sem þú færð rými til speglunar, sjálfskoðunar og faglegs stuðnings. Ef þú finnur að þú vilt meira öryggi, meiri skýrleika og sterkari stoðir í mannauðshlutverkinu, þá gæti þetta námskeið verið nákvæmlega það sem þú ert að leita að.

Starts
23. Feb 2026
Type
On site
Timespan
3 times
Price
129,000 kr.
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories