Arion banki
Arion banki
Arion banki

Lánastjóri

Við leitum að öflugum og reynslumiklum aðila í starf lánastjóra í deild sérhæfðra lánveitinga og sölu lána á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði. Hlutverk sviðsins er að bjóða alhliða fjármálaþjónustu til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga auk stýringar á fjármögnunarverkefnum.

Sérhæfðar lánveitingar og sala lána sinnir fjármögnun flóknari fjárfestingaverkefna viðskiptavina bankans ásamt því að sinna sölu og miðlun á lánaafurðum sviðsins til samstarfsaðila bankans. Í deildinni starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla þekkingu og reynslu. Verkefni deildarinnar eru umfangsmikil, oft þvert á teymi og svið, og krefjast framúrskarandi samskiptahæfileika.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining viðskiptavina ásamt gerð lánaerinda fyrir lánanefndir bankans í samstarfi við þar til bæra aðila
  • Samskipti við lykilstjórnendur fyrirtækja, fjárfesta og þátttaka í samningsviðræðum
  • Öflun verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Frumkvæði, metnaður, drifkraftur, sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og hæfni í samskiptum
  • Þekking og reynsla af útlánastarfsemi, greiningu og virðismati fyrirtækja
  • Brennandi áhugi og þekking á íslensku atvinnulífi
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Auglýsing stofnuð22. apríl 2024
Umsóknarfrestur1. maí 2024
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar