Tjarnarbíó
Tjarnarbíó

Tjarnarbíó leitar að leikhússtjóra

Tjarnarbíó óskar eftir að ráða leikhússtjóra frá og með 5.ágúst 2024.

Leitað er að drífandi einstaklingi með þekkingu og brennandi áhuga á sviðslistum, auk reynslu af störfum í menningargeiranum. Leikhússtjóri heyrir undir stjórn menningarfélagsins.

Starfssvið

· Daglegur rekstur og stjórnun.

· Áætlanagerð og eftirfylgni.

· Samningagerð.

· Stefnumótun og innleiðing stefnu.

· Kynningarmál og talsmaður hússins.

· Samskipti við hagaðila.

· Alþjóðleg samskipti.

Hæfniskröfur

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

· Reynsla og þekking á íslensku sviðslistaumhverfi.

· Þekking á rekstri og hæfni til að nýta tæki og tól í rekstri.

· Reynsla af stjórnun þ.m.t. verkefnastjórnun.

· Reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun.

· Leiðtogahæfni og lipurð í samskiptum.

· Frumkvæði, hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri.

· Drifkraftur og hæfni til að hrinda verkefnum í framkvæmd.

· Góð færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.

· Góð almenn tölvukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 22.maí 2024.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með ráðningu hefur stjórn Menningarfélags Tjarnarbíó undir formennsku Gunnellu Hólmarsdóttur.

Auglýsing stofnuð25. apríl 2024
Umsóknarfrestur22. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Tjarnargata 12, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar