Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Þjónustufulltrúar - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður þjónustufulltrúa. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar frá og með 1. júní 2024, eða eftir nánara samkomulagi.

Leitast er eftir drífandi og metnaðarfullum umsækjendum í spennandi og fjölbreytt störf í þjónustuveri embættisins.

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun þar sem áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda og góð samskipti.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni þjónustufulltrúa eru upplýsingamiðlun og ráðgjöf, símsvörun, móttaka erinda, skráningar og miðlun upplýsinga innan og utan embættisins. 

Þjónustuverið sinnir fjölbreyttum verkefnum tengdum þjónustu við innri og ytri aðila. Helstu verkefni þjónustuvers eru ritarastörf og úrvinnsla sekta auk annarra umbótaverkefna.  

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf og/eða góð reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund 
  • Sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki og gott álagsþol
  • Skipulagshæfileikar og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Aðlögunarhæfni og jákvætt og lausnamiðað viðhorf 
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í töluðu og rituðu máli 
  • tölvufærni

Þess er vænst að umsækjendur hafi reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa eiginleika og færni. 

Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Brekkustígur 39, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar