Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Leiðtogi stafrænna umbreytinga

Við leitum að öflugum einstaklingi til að leiða þróun og innleiðingu þjónustulausna hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Leitað er að einstaklingi með mikla leiðtogahæfni og skýra framtíðarsýn þar sem frumkvæði og drifkraftur fá að njóta sín. Starfið felur í sér ábyrgð á stefnumótun og innleiðingu á þeim lausnum og þjónustu sem ný stofnun mun sjá skólasamfélaginu fyrir. Mótuð hefur verið sýn um heildarendurskoðun á stafrænni uppbyggingu með það að markmiði að mæta þörfum skólasamfélagsins á hverjum tíma og tryggja innleiðingu þannig að þær lausnir nýtist sem best.

Viðkomandi er staðsettur á skrifstofu forstjóra og vinnur náið með öðrum sviðstjórum stofnunarinnar og viðeigandi teymum.

Ef þú brennur fyrir umbótum og þróun skólastarfs og býrð yfir miklum áhuga og þekkingu á helstu málefnasviðum stofnunarinnar, þá er þetta starf fyrir þig. Við leitum að einstaklingi sem hefur kraft, frumkvæði, býr yfir kærleiksmiðaðri hugsun og vill hjálpa okkur við að stuðla að hvetjandi og jákvæðu starfsumhverfi.

Framundan eru spennandi tímar við að þróa nýja hugsun og nálgun hjá nýrri stofnun. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu leggjum upp úr faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi og samstarfsfólki sem allt brennur fyrir umbótum og þróun í skólastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita faglega forystu í stefnumótun á þjónustulausnum til skólasamfélagsins og í þróun og sérstaklega í innleiðingu þeirra lausna
  • Bera ábyrgð á að leiða umbætur sem tryggja jákvæða upplifun skólasamfélagsins
  • Ábyrgð á verkefnastjórn, markmiðasetningu og áætlanagerð
  • Leiða samstarf innan stofnunarinnar til að tryggja skilvirkni kerfa og að ánægja notenda verði alltaf í forgrunni
  • Þátttaka í mótun og innleiðingu á stefnu stofnuninar og starfa í samræmi við gildi og framtíðarsýn hennar
  • Stuðla að góðri liðsheild, taka þátt í þróun og vera öðrum hvatning til góðra verka 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Kennsluréttindi og reynsla af starfi í skóla
  • Farsæl stjórnunarreynsla á sviði innleiðinga á breytingum í skólastarfi svo og auðsýndur árangur í slíku starfi
  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun, stafrænni kennslu og miðlun
  • Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu
  • Árangursrík reynsla af stafrænu umbótastarfi, innleiðingu stafrænna kennslulausna og annarra nýjunga
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs
  • Framsýni, drifkraftur og umbótadrifin hugsun
  • Þekking á helstu tæknilausnum og hugbúnaðarþróun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur13. maí 2024
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar