Störf við vörukynningar í Costco

WDS Kauptún 3, 210 Garðabær


Warehouse Demo Services (WDS) er fyrirtæki sem vinnur náið með Costco í Bretlandi. Starfsmenn þess sjá um allar vörukynningar í verslunum Costco. Við leitum að áhugasömum aðilum til að starfa við vörukynningar í nýrri verslun Costco á Íslandi.

Þetta gæti verið einmitt rétta starfið fyrir þig ef þér finnst gaman að ræða við fólk um hágæða vörur og ekki skemmir fyrir ef þú hefur áhuga á mat. Störfin felast í að kynna matvörur, drykkjarvörur og margskonar gæða búsáhöld. 

Þessi störf henta mjög vel fyrir aðila sem vilja starfa fyrir alþjóðlegt fyrirtæki, fá góða þjálfun og vera hluti af stórum hópi af eldhressum starfsmönnum þar sem gæði og góð þjónusta er lykilatriði.   

Um hlutastörf er að ræða og er bæði hægt að vinna þrjá daga í viku eða um helgar. Hentar bæði aðilum sem leita að hlutastarfi með námi og einnig aðilum á öllum aldri sem vilja vinna hlutastörf. Lágmarksaldur er 18 ára en ekkert hámark :-)


Hæfniskröfur:

  • Hafa gaman af því að fræða og kynna
  • Vera opinn og jákvæður persónuleiki
  • Hafa frábæra samskiptahæfni
  • Afburða þjónustuhæfni
  • Tala íslensku
Auglýsing stofnuð:

15.05.2019

Staðsetning:

Kauptún 3, 210 Garðabær

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi