Viðskiptastjóri fyrirtækja

Vörður Borgartún 25, 105 Reykjavík


Brennur þú fyrir þjónustuveitingu, sölu, ráðgjöf og samskiptum? Átt þú gott með að vinna í teymi starfsmanna sem sinna fjölbreyttum og ólíkum verkefnum frá degi til dags?

Vörður leitar að öflugum liðsauka í teymi þeirra sem sinna fyrirtækjum í viðskiptum við félagið og öðrum viðskiptum. Helstu verkefni hópsins snúa að almennri þjónustu við fyrirtæki í tryggingum, áhættumati, forvörnum sem og öflun nýrra viðskipta inn til félagsins.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um en viðkomandi einstaklingur þarf að hafa háskólapróf eða sambærilega menntun og/eða reynslu af störfum við þjónustu og ráðgjöf. Við leggjum mikið upp úr samskiptahæfni, teymisvinnu, metnaði og almennri starfsánægju. 

Vörður er lifandi og skemmtilegur vinnustaður með fjölskylduvæna og heilsueflandi mannauðsstefnu þar sem unnið er í anda jafnréttis. Vinnuumhverfi félagsins er nútímalegt, jákvætt og árangursmiðað. Vörður er Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2019.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ingimarsson, teymisstjóri fyrirtækja eða Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri. Umsóknafrestur er til 20.júní nk. 

Eingöngu er tekið á móti umsóknum á ráðningarvef félagsins inná vordur.is þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna.

Umsóknarfrestur:

20.06.2019

Auglýsing stofnuð:

11.06.2019

Staðsetning:

Borgartún 25, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Sölu- og markaðsstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi