TJÓNAFULLTRÚI Í SJÚKRA- OG SLYSATJÓNUM.

Vörður Borgartún 25, 105 Reykjavík


Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með um 100 starfsmenn og 65 þúsund viðskiptavini um land allt. Félagið býður upp á
nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur,
samfélagslega ábyrgð, vellíðan og starfsánægju.


Vörður er Fyrirtæki ársins 2019 hjá VR.

Starfssvið:
• Almenn vinnsla mála er varða persónutjón
• Yfirlestur og úrvinnsla læknisfræðilegra gagna
• Ákvörðun bótaskyldu og uppgjör tjónamála
• Samskipti og þjónusta við viðskiptavini, heilbrigðisstofnanir
og aðra hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Skipulögð og vandvirk vinnubrögð ásamt hæfni
til að vinna undir álagi
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
• Góð tök á tölulegum útreikningum
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem á sviði
heilbrigðis- eða félagsvísinda

Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiða Óskarsdóttir, forstöðumaður, í netfanginu heida@vordur.is

Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.


Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu félagsins vordur.is


Umsóknarfrestur er til 19. ágúst nk.

Umsóknarfrestur:

19.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Borgartún 25, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Kennsla og rannsóknir Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi