Starfskraftur í matsal

Vörður Borgartún 25, 105 Reykjavík


Vörður leitar að hressum og hraustum starfskrafti til að sinna verkefnum sem fyrst og fremst snúa að framreiðslu og umhirðu í eldhúsi, kaffirýmum og fundarherbergjum félagsins sem og kaffiveitingum á fundum. Viðkomandi annast undirbúning og frágang á morgun- og hádegisverð sem og að sinna þeim verkefnum sem þarf í eldhúsi og kaffirýmum þannig að aðstaðan sé ávallt snyrtileg og hrein. Viðkomandi sér einnig um pantanir og létt innkaup.

Hæfni;

  • Grunnmenntun
  • Reynsla af álíka störfum er kostur
  • Stundvísi
  • Glaðværð
  • Heilsuhreysti
  • Samviskusemi
  • Góð kunnátta í íslensku eða ensku er skilyrði.
  • Snyrtimennska

Um 80% starfshlutfall er að ræða og vinnutíminn er frá 08.00-14.00. Einstaka önnu verkefni geta fallið til utan þessa skilgreinda vinnutíma.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan maí.

Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með um 65 þúsund viðskiptavini um land allt. Hjá félaginu starfar öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn en um 100 manns starfa hjá félaginu. Félagið rekur heilsueflandi og fjölskylduvænan vinnustað þar sem andi jafnréttis ríkir á öllum sviðum. 

Umsóknarfrestur:

17.04.2019

Auglýsing stofnuð:

03.04.2019

Staðsetning:

Borgartún 25, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Veitingastörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi