Hlutastarf í verslun

Vodafone Hagasmári 1, 201 Kópavogur


Ertu snjall sölumaður með framúrskarandi þjónustulund? Þá gæti starf sölu- og þjónustufulltrúa í verslunum Vodafone verið rétta starfið fyrir þig. Í verslunum Vodafone kynnum við glæsilegt vöruúrval okkar fyrir viðskiptavinum, hjálpum þeim að velja vörur sem henta og aðstoðum við notkun. Sölu- og þjónustufulltrúar eru með mikið keppnisskap, hafa brennandi áhuga á tækni og nýjungum og eru ávallt viðbúnir að leita að bestu lausnunum fyrir hvern viðskiptavin. Um er að ræða hlutastarf í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind þar sem unnið er aðra hverja helgi og annað hvert fimmtudagskvöld. Starfið hentar sérstaklega vel með skóla.

Hæfniskröfur:
-Reynsla af sölu-og þjónustustörfum
-Framúrskarandi þjónustulund
-Ánægja af sölumennsku
-Snyrtimennska og fáguð framkoma
-Góð ensku-og tölvukunnátta
-Metnaður og frumkvæði

Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar nk.

Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Vodafone

Umsóknarfrestur:

14.01.2019

Auglýsing stofnuð:

07.01.2019

Staðsetning:

Hagasmári 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi