Þjónusturáðgjafi

VÍS Ármúli 3, 108 Reykjavík


Þjónusturáðgjafi veitir framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina og leysir úr erindum þeirra. Hann tekur á móti viðskiptavinum, hefur samskipti í síma, netspjalli og tölvupósti. Ráðleggur og upplýsir viðskiptavini um viðeigandi vátryggingavernd, greiðsluleiðir og þjónustu sem VÍS veitir. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og hentar einstaklingum sem hafa ástríðu fyrir þjónustu.


Helstu verkefni:
• Að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina í gegnum síma, netspjall, tölvupóst og á þjónustuskrifstofu í Reykjavík eða Akureyri
• Fagleg og persónuleg ráðgjöf og sala í samræmi við þarfir hvers og eins fyrir vátryggingavernd
• Ráðgjöf um greiðsluleiðir og innheimtumál


Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Framúrskarandi þjónustulund, ástríða og metnaður fyrir því að veita úrvals þjónustu
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Metnaður í því að gera sífellt betur og vinna að umbótum
• Skipulag og fagmennska í vinnubrögðum


Markmið VÍS er að vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi og er ánægja starfsfólks og viðskiptavina lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla er lögð á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni.

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.


Umsækjendur eru beðnir um að láta afrit af prófskírteini fylgja umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, forstöðumaður þjónustu og ráðgjöf, bergruns@vis.is Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 11. desember. 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu VÍS, https://radningar.vis.is/storf/ViewJobOnWeb.aspx?jobid=1419

 

 

Umsóknarfrestur:

11.12.2018

Auglýsing stofnuð:

04.12.2018

Staðsetning:

Ármúli 3, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi