Innheimtufulltrúi

VÍS Ármúli 3, 108 Reykjavík


VÍS leitar af starfsmanni í deild reikningshald og greiðsluþjónusta en um er að ræða áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á nákvæm vinnubrögð og getu til að vinna sjálfstætt. Helstu verkefni snúa að stuðningi við framlínu með svörun fyrirspurna og afgreiðslu beiðna og leita leiða til að einfalda vinnslu, auka skilvirkni og bæta þjónustu. Jafnframt sinnir viðkomandi starfsmaður ýmsum verkefnum í tengslum við reikningagerð og bókanir

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Metnaður í því að gera sífellt betur og vinna að umbótum
  • Þekking og reynsla á sambærilegu starfi er kostur
  • Mjög góð tölvufærni
  • Skipulag og fagmennska í vinnubrögðum

 

Markmið VÍS er að vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi og er ánægja starfsfólks og viðskiptavina lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla er lögð á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni.

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.   

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 17. mars nk. Umsækjendur eru beðnir um að láta afrit af prófskírteini fylgja umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Björk Theodórsdóttir, forstöðumaður reikningshalds og greiðsluþjónustu, bjorkt@vis.is

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu VÍS, https://vis.is/vis/mannaudur/storf/ 

Umsóknarfrestur:

17.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.03.2019

Staðsetning:

Ármúli 3, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi