Sölufulltrúi - Herrafataverslun

Vinnufatabúðin Laugavegur 76, 101 Reykjavík


Vinnufatabúðin óskar eftir að ráða sölufulltrúa í verslun sína við Laugaveg 76, Reykjavík. Í boði er fullt starf og hluta starf.  

Helstu verkefni:

Þjónusta viðskiptavini

Framsetning og uppröðun á vörum

Móttaka og frágangur á vörum

Samskipti við birgja

Verðmerkingar og önnur tilfallandi störf. 

  

Vinnutími: Alla virka daga frá kl. 10:00 til 18:00 og annan hvern laugardag frá kl. 10:00 til 16:00. 

 

Menntun og hæfniskröfur: 

Reynsla af almennum þjónustu og sölustörfum kostur en ekki nauðsyn.  

25 ára eða eldri.

Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi

 

Laun eru skv. ákvæðum gildandi kjarasamninga og samkomulagi.

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: thorgeir@logmat.is.

Farið verður yfir allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Auglýsing stofnuð:

14.05.2019

Staðsetning:

Laugavegur 76, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi