Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit

VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT?

Við leitum að tveimur lífsglöðum tjaldvörðum til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar! Um vaktavinnu er að ræða, vinnutíminn aðra vikuna frá kl. 8-14 og hina vikuna frá kl. 14-20. Frí aðra hvora helgi, nema 1-2 álagshelgar þar sem báðir vinna. Verkefnin snúa að tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi, umhirðu umhverfis og vöktun á gámasvæði tvisvar í viku.

Aldurstakmark 20 ár.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þetta er draumastarfið fyrir þig sem:

• Hefur gaman af því að hitta fólk frá öllum heimshornum.

• Nýtur þess að vera úti í náttúrunni.

• Ert þjónustulund(uð) og brosmild(ur).

• Talar íslensku og ensku (önnur tungumál eru kostur!).

• Hefur metnað til að halda umhverfinu snyrtilegu.

• Getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði.

Helstu verkefni:

• Taka á móti gestum og veita þeim góða þjónustu.

• Halda tjaldsvæðinu hreinu og snyrtilegu.

• Sinna vöktun á gámasvæði tvisvar í viku.

• Sláttur og umhirða tjaldsvæðis.

• Tekur þátt í umhirðu íþróttasvæðis.

• Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

Gerð er krafa um þjónustulund og lipurð í samskiptum, getu til að vinna sjálfstætt, snyrtimennsku og nákvæmni. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi færni í íslensku og ensku, önnur tungumálakunnátta er kostur. Færni til að stjórna tækjum vegna sláttar.

Auglýsing birt25. febrúar 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Laun (á mánuði)500.000 - 550.000 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólatröð 9, 605 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VeiplausPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þrif
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar