
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá EFLU starfa um 400 starfsmenn í samstæðu fyrirtækisins á Íslandi og erlendis. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að auka virði fyrir viðskiptavinina með því að veita bestu mögulegu þjónustu og lausnir.

Vilt þú vinna við véla og veituhönnun?
EFLA leitar að metnaðarfullum liðsauka í teymi Véla á Iðnaðarsviði. Sem sérfræðingur í teymi Véla fengir þú tækifæri til að starfa í öflugu teymi með reyndum sérfræðingum í iðnaðar- veitu og orkutengdum verkefnum. Teymið er öflugt, samhent og vinnur náið með öðrum teymum og sviðum EFLU. Hér er einstakt tækifæri fyrir áhugasaman aðila að taka þátt í fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í véla- og veituhönnun, m.a. fyrir fiskeldi, stóriðju, virkjanir, veitu- og iðnfyrirtæki. Möguleiki er á að starfa í alþjóðlegum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og ráðgjöf tengd véla- og veituhönnun
- Orkuútreikningar og valkostagreiningar
- 3D hönnun og gerð teikninga
- Ráðgjöf á sviði hönnunar og þjónusta til viðskiptavina
- Gerð verklýsinga, kostnaðaráætlana og útboðsgagna
- Verkefnastýring
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði véla-, iðnaðar-, orku-, verk/tæknifræði.
- Reynsla í orku- og/eða iðnaðartengdum verkefnum
- Kunnátta á Autodesk Inventor eða AutoCAD Plant 3D er kostur
- Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
- Frumkvæði, sjálfstæði og samskiptahæfni
- Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Kunnátta í ensku og norðurlandamálum er kostur
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt25. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Vöru- og verkefnastjóri
Landspítali

Sérfræðingur í rekstri raforkukerfa
Rio Tinto á Íslandi

Sérfræðingur í áhættugreiningu
Rio Tinto á Íslandi

Verkefnastjóri í Viðskiptaþróun
Langisjór | Samstæða

Head of Digital Transformation
Air Atlanta Icelandic

Umsjón og eftirlit framkvæmda í iðnaðar- og veitukerfum
EFLA hf

Vilt þú leggja línurnar að framtíðardansi Nova?
Nova

Verkefnastjóri hjá FSRE
FSRE

Rekstarstjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun

Sérfræðingur í kerfisrekstri
Míla hf

Verkfræðingur í Gæðasetri
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur í kerfisgreiningum
Landsnet hf.