EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Vilt þú taka þátt í hönnun vatnsaflsvirkjana?

EFLA býður upp á heildstæða ráðgjöf við undirbúning og hönnun á vatnsaflsvirkjunum, allt frá frumathugun til framkvæmdaeftirlits og gangsetningar, viðhalds og umbóta. Við leitum nú að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti, með reynslu af hönnun vatnsaflsvirkjana, í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku á Orkusviði EFLU.

Starfið býður uppá tækifæri til að starfa í öflugu teymi með reyndum sérfræðingum ásamt því að vinna að fjölbreyttum og spennandi verkefnum er tengjast hönnun vatnsaflsvirkjana, smávirkjana og annarra orkutengdra mála.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Frumathuganir og rennslismælingar
  • Gagnaúrvinnsla og mat á orkugetu
  • Gerð kostnaðar og verkáætlana
  • Skýrslugerð ofl.
  • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
  • Verkefnastýring
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem á sviði, véla-, bygginga-, eða rafmagnsverkfræði, og/eða tæknifræði
  • Reynsla af hönnun og rekstri vatnsaflsvirkjana eða smávirkjana er mikill kostur
  • Haldbær þekking og reynsla á sviði straumfræði kostur
  • Áhugi á tækninýjungum er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þjónustulipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt12. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar